Um efnið


Hvert er vandamálið?

Árið 2030 er áætlað að starfsfólk á aldrinum 55-64 ára verði 30% af vinnuaflinu í mörgum Evrópulöndum. Eftirlaunaaldur er að aukast í mörgum meðlimaríkjum og mikið af starfsfólki mun líklega ná lengri starfsævi en áður. Þess vegna þarf að gera ráðstafanir til að tryggja öruggari og heilsusamlegri starfsaðstæður í gegnum alla starfsævina.

Stefnan Evrópa 2020 bendir á að lýðfræðilegar breytingar séu eitt helsta vandamálið sem Evrópa stendur frammi fyrir. Til að takast á við þetta leggur Stefnurammi Evrópusambandsins fyrir vinnuvernd 2014–2020 áherslu á leiðir til að kynna góða starfshætti og bæta aðstæður til vinnuverndar (OSH) fyrir allt starfsfólk.

Öldrun vinnuaflsins hefur í för með sér ýmsar áskoranir fyrir alla þá sem koma að stjórnun vinnuverndar:

  • Lengri starfsævi getur leitt til lengri tíma í nálægð við hættu.
  • Fleira starfsfólk mun þjást af krónískum heilsukvillum og búa við sérþarfir.
  • Eldri launþegar kunna að vera berskjaldaðri gagnvart ákveðnum hættum.
  • Taka þarf tillit til hárrar tíðni vinnutengdra heilsukvilla á ákveðnum starfsvettvangi og störfum sem fela í sér mikið líkamlegt og/eða andlegt álag, líkamlega vinnu eða óvenjulega vinnutíma.
  • Forvarnir gegn örorku, endurhæfing og endurkoma til vinnu verður sífellt mikilvægari.
  • Það þarf að taka á aldursmismunun í samfélaginu.