You are here

Gerast fjölmiðlasamstarfsaðili

Orðspor

Komdu fjölmiðlafyrirtækinu þínu á framfæri innan hins stóra samfélags innan vinnuverndar. Fáðu viðurkenningu á útgefnu efni þínu sem opinber samstarfsaðili EU-OSHA herferðarinnar og sem fyrirtæki sem umhugað er um vinnuvernd.

Tengslamyndun

Hafðu samband við tengslanet EU-OSHA og hagsmunaaðila í Evrópu og um allan heim. Hafðu samband við sérfræðinga á sviði vinnuverndar til að skiptast á reynslusögum.

Sýnileiki

Lógó og lýsing á efninu verður sett í hlutann fyrir fjölmiðlasamstarfsaðila á þessu svæði. Þú munt fá snemmbæran aðgang að fjölmiðlaefni og við birtum greinarnar frá þér í gegnum samfélagsmiðla.

Samstarfsaðilar okkar í fjölmiðlum starfa með okkur við að auka vitund um málefni herferðarinnar með því að nota fjölbreyttar leiðir sínar til auglýsinga og kynningar. Samstarfsaðilar okkar í fjölmiðlum samanstanda af sérvöldum hópi fréttamanna og ritstjóra úr allri Evrópu með áhuga á eflingu vinnuverndar.

Samstarfið er bundið við fjölmiðla og rit sem hafa áhuga og getu á að taka mikinn þátt í herferðinni.

Frekari upplýsingar um ávinninginn af því að hefja fjölmiðlasamstarf og hvernig eigi að sækja um má finna í tilboðinu um fjölmiðlasamstarf (einungis á ensku).

Gerast fjölmiðlasamstarfsaðili

 Eða flettu niður til að fá frekari upplýsingar

Mario Stigliano

Mario Stigliano, Safety Focus (Ítalía)

 

"Samstarfið við EU-OSHA hefur verið þáttur í vexti og hvatningu fyrir tímaritið okkar og hefur stutt okkur við að fjölga vinnustofum sem hafa verið skipulagðar á landsvísu til að skapa heilbrigt og öruggt vinnuumhverfi. Við erum stolt af því að halda þessu samstarfi áfram."

 
Otmar Pichler

Otmar Pichler, Gesunde Arbeit (Austurríki)

 

"Sem fjölmiðlafyrirtæki nýtur Gesunde Arbeit góðs af fjölbreyttu efni og netkerfi EU-OSHA. Samstarfið við EU-OSHA er það sem heldur herferðinni Vinnuvernd er allra hagur gangandi og gefur okkur tækifæri til að ná fram markmiðum okkar: að vekja athygli á öryggi og heilsu í vinnunni og skapa heilbrigða vinnustaði fyrir alla!"

 
James Twigg

James Twigg, ppe.org (Bretland)

 

"Fjölmiðlasamstarf okkar við Vinnuverndarstofnun Evrópu þýðir að við höfum tækifæri til að styðja við stofnunina í því að efla menningu áhættumeðferðar á evrópskum vinnustöðum og halda jafnframt uppi þróun á sviði vinnuverndar og heilsu og fá aðgang að hópi sérfræðinga hjá stofnuninni."

 

Góð úrræði fyrir þig