2016-17: Vinnuvernd alla ævi


Samantekt á herferðinni

Herferðin 2016-17 Vinnuvernd alla ævi, lagði áherslu á að stuðla að sjálfbærri vinnu — þ.e. stuðla að vinnuaðstæðum sem eru öruggar og heilsusamlegar frá upphafi starfsævinnar til að koma í veg fyrir heilsufarsvandamál og gera fólki kleift að vinna lengur. Það verður sífellt mikilvægara þar sem vinnuafl í Evrópu er að eldast og lífeyristökualdur hækkar.

Herferðin sló met í fjölda samstarfsaðila, sem kynntu og miðluðu efni herferðarinnar með virkum hætti í tengslaneti sínu og stóðu fyrir og tóku þátt í hundruðum viðburða til að miðla góðum starfsvenjum og auka vitund.

Árangur og gildi herferðarinnar kom skýrt í ljós með niðurstöðum óháðs mats: efni herferðarinnar og verkfærin, sem hún leiddi af sér, skiptu miklu máli, einkum fyrir fyrirtæki og lönd með takmörkuð fjárráð, stuðningurinn við milliliði til að standa fyrir vitundarvakningu var mjög skilvirkur og Verðlaunin fyrir góða starfshætti 2016-17 voru lofuð fyrir að bjóða upp á skilvirka möguleika á miðlun góðra starfsvenja á sviði vinnuverndarstjórnunar í fyrirtækjum. Aðrir mikilvægir styrkleikar, sem komu í ljós, eru meðal annars geta EU-OSHA til að skilja og svara þörfum hagsmunaaðila og vandaðar afurðir stofnunarinnar sem eru þróaðar með þarfir markhóps hennar í huga.

Myndband herferðarinnar 2016-17 – alla ævi

Öldrun vinnuaflsins hefur í för með sér ýmsar áskoranir fyrir alla þá sem koma að stjórnun vinnuverndar:

  • Lengri starfsævi getur leitt til lengri tíma í nálægð við hættu.
  • Fleira starfsfólk mun þjást af krónískum heilsukvillum og búa við sérþarfir.
  • Eldri launþegar kunna að vera berskjaldaðri gagnvart ákveðnum hættum.
  • Taka þarf tillit til hárrar tíðni vinnutengdra heilsukvilla á ákveðnum starfsvettvangi og störfum sem fela í sér mikið líkamlegt og/eða andlegt álag, líkamlega vinnu eða
  • óvenjulega vinnutíma.
  • Forvarnir gegn örorku, endurhæfing og endurkoma til vinnu verður sífellt mikilvægari.
  • Það þarf að taka á aldursmismunun í samfélaginu.

Upplýsingamyndir - stjórnun á vinnuafli í Evrópu sem eldistexternal

2016-17: Vinnuvernd alla ævi
2016-17: Vinnuvernd alla ævi
2016-17: Vinnuvernd alla ævi