You are here

Fjölmiðlasvæði

Þú finnur allt sem þú þarft til að fjalla um herferðina Vinnuvernd er allra hagur hérna.

Nýjustu fréttatilkynningarnar eru fáanlegar og þú getur einnig sótt ítarlegt sett fyrir fjölmiðla. Ef þú ert með fyrirspurn eða ráðleggingu geturðu líka fundið tengiliðaupplýsingar fyrir fjölmiðlateymi EU-OSHA hér.

Gerast fjölmiðlasamstarfsaðili

Hefur þú áhuga á að aðstoða okkur við að koma á framfæri boðskap herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur, Áhættumat efna á vinnustað?

Tengiliðir fyrir fjölmiðla

Press Officer
Birgit Müller
+34 944 358 359
Corporate Promotions Manager
Marta Urrutia
+34 944 358 357
Manager of the Brussels liaison office
Brenda O’Brien
+32 2 401 68 59, +32 0 477 175 770

Upplýsingar fyrir fjölmiðla

Ef þú ert að fjalla um Vinnuvernd er allra hagur 2016-17 getur þú fengið aðgang að efni fyrir fréttamenn sem inniheldur fréttatilkynningar, myndir, dagatal sem tiltekur alla atburði og allar helstu staðreyndir og tölur.
12/11/2019

Í dag tekur Evrópska vinnuverndarstofnunin (EU-OSHA) á móti hagsmunaaðilum á sviði vinnuverndar í Bilbaó, Spáni, til að taka þátt í ráðstefnunni Vinnuvernd er allra hagur 2019. Eftir aðra árangursríka 2-ára herferð, býður þessi ráðstefna upp á frábært tækifæri til að fara yfir hvaða lærdóm megi draga af henni og til að deila góðum starfsháttum til að hafa stjórn á hættulegum efnum á vinnustöðum.

Leiðandi sérfræðingar á sviði vinnuverndar og aðilar sem taka ákvarðanir víðsvegar í Evrópu tóku sig saman með stofnunum ESB og innlendum tengiliðum Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar (EU-OSHA), opinberum samstarfsaðilum herferðarinnar, samstarfsaðilum í fjölmiðlum og aðilum vinnumarkaðarins til að fara yfir árangurinn og lærdóminn sem draga má...Frekari upplýsingar
21/10/2019

Dagana 21. til 25. október stendur Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA) og samstarfsaðilar stofnunarinnar fyrir mikilvægum áfanga í herferðinni Vinnuvernd er allra hagur. Evrópuvika vinnuverndar miðar að því að auka vitund um öryggi og heilbrigði vinnustaða og stuðla að virkum áhættuforvörnum þar sem allir taka þátt. Evrópuvikan í ár vinnur með núverandi herferð — Áhættumat efna á vinnustað.

Milljónir launþega í Evrópu komast reglulega í snertingu við hættuleg efni á vinnustöðum auk þess sem notkun slíkra efna fer vaxandi. Slík útsetning getur haft neikvæð áhrif á heilsu launþega og getu þeirra til vinnu til langs tíma litið, svo forvarnir eru gríðarlega mikilvægar. Hundruð atburða og athafna eru haldnir í tengslum við Evrópuvika...Frekari upplýsingar
17/09/2019

Evrópska vinnuverndarstofnunin tilkynnir verðlaunuð og lofsverð fyrirtæki sem gripu til nýstárlegra aðferða með árangursríkum hætti til að takast á við hætturnar sem hættuleg efni skapa, sem hluta af 14. Samkeppninni um góða starfshætti. Með verðlaununum er fyrirtækjum veitt viðurkenning sem með áberandi hætti hafa sýnt ábyrgð varðandi vinnuvernd og stuðlað að starfsháttum sem vernda starfsfólk og auka framleiðni.

Samkeppnin 2018-19 er lykilþáttur í herferðinni Heilbrigðir vinnustaðir - Meðferð hættulegra efna á vegum Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar. Dr Christa Sedlatschek, framkvæmdastjóri Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar, tjáði sig um gildi verðlaunanna: ‘Við erum mjög ánægð að sjá svona mörg öflug og fjölbreytt fordæmi um góða starfshætti tengda...Frekari upplýsingar