You are here

Fjölmiðlasvæði

Þú finnur allt sem þú þarft til að fjalla um herferðina Vinnuvernd er allra hagur hérna.

Nýjustu fréttatilkynningarnar eru fáanlegar og þú getur einnig sótt ítarlegt sett fyrir fjölmiðla. Ef þú ert með fyrirspurn eða ráðleggingu geturðu líka fundið tengiliðaupplýsingar fyrir fjölmiðlateymi EU-OSHA hér.

Gerast fjölmiðlasamstarfsaðili

Hefur þú áhuga á að aðstoða okkur við að koma á framfæri boðskap herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur, Áhættumat efna á vinnustað?

Tengiliðir fyrir fjölmiðla

Press Officer
Birgit Müller
+34 944 358 359
Corporate Promotions Manager
Marta Urrutia
+34 944 358 357
Manager of the Brussels liaison office
Brenda O’Brien
+32 2 401 68 59, +32 0 477 175 770

Upplýsingar fyrir fjölmiðla

Ef þú ert að fjalla um Vinnuvernd er allra hagur 2016-17 getur þú fengið aðgang að efni fyrir fréttamenn sem inniheldur fréttatilkynningar, myndir, dagatal sem tiltekur alla atburði og allar helstu staðreyndir og tölur.
17/09/2019

Evrópska vinnuverndarstofnunin tilkynnir verðlaunuð og lofsverð fyrirtæki sem gripu til nýstárlegra aðferða með árangursríkum hætti til að takast á við hætturnar sem hættuleg efni skapa, sem hluta af 14. Samkeppninni um góða starfshætti. Með verðlaununum er fyrirtækjum veitt viðurkenning sem með áberandi hætti hafa sýnt ábyrgð varðandi vinnuvernd og stuðlað að starfsháttum sem vernda starfsfólk og auka framleiðni.

Samkeppnin 2018-19 er lykilþáttur í herferðinni Heilbrigðir vinnustaðir - Meðferð hættulegra efna á vegum Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar. Dr Christa Sedlatschek, framkvæmdastjóri Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar, tjáði sig um gildi verðlaunanna: ‘Við erum mjög ánægð að sjá svona mörg öflug og fjölbreytt fordæmi um góða starfshætti tengda...Frekari upplýsingar
22/10/2018

Á hverju ári stendur Evrópska vinnuverndarstofnunin (EU-OSHA) og samstarfsaðilar hennar fyrir viðburðum í Evrópusambandinu og víðar til að auka vitund og þeir viðburðir marka Evrópsku vinnuverndarvikuna. Þema þessa árs, sem er kjarninn í margvíslegum spennandi viðburðum og starfsemi frá 22. til 26. október, er stjórnun á hættulegum efnum á vinnustöðum.

Hættuleg efni er hægt að finna á nánast öllum vinnustöðum og 38% fyrirtækja í Evrópusambandinu hafa tilkynnt að efnafræðileg eða líffræðileg efni í formi vökva, gufu eða ryks séu til staðar á sínum vinnustað, samkvæmt ESENER-2 könnun Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar. Í þessari Evrópsku viku kemur saman starfsfólk, stjórnendur og sérfræðingar á...Frekari upplýsingar
24/09/2018

24. - 25. september, heldur Austurríki í forsetatíð sinni í Evrópska ráðinu ráðstefnu háttsettra aðila, „Barátta gegn starfstengdu krabbameini“, í Vín. Fjölbreyttir mælendur og þátttakendur, þ.m.t. stjórnmálamenn, aðilar vinnumarkaðarins og sérfræðingar á sviðinu kanna leiðir til að vernda starfsfólk Evrópu gegn váhrifum frá krabbameinsvaldandi efnum á vinnustað.

Ráðstefnan gefur yfirlit um núverandi áskoranir, kynnir nýjustu þróun og yfirstandandi framtök. Sjónarmið sem tæpt er á eru allt frá evrópsku samhengi til einfaldra ráðstafana og hagnýtra lausna viðeigandi til innleiðingar í fyrirtæki. Á málstofum hafa þátttakendur tækifæri á að ræða áhættugrundaðar nálganir, áhættustjórnun á vinnustað og...Frekari upplýsingar
26/06/2018

Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA) segir frá opinberum samstarfsaðilum og samstarfsaðilum í fjölmiðlum sem taka þátt í sam-evrópsku vinnuverndar herferðinni — "Vinnuvernd er allra hagur, áhættumat efna á vinnustað. Stuðningur þessara samstarfsaðila er lykillinn að því að herferðin gangi vel og, í staðinn, hafa samstarfsaðilarnir margvíslegan hag af herferðinni og fá ýmis tækifæri.

EU-OSHA er sönn ánægja að bjóða opinbera samstarfsaðila herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur 2018-19 velkomna. Margir af fyrri samstarfsaðilum eru að endurnýja skuldbindingu sína við að bæta vinnuvernd í Evrópu og halda áfram að nýta tækifærin sem felast í þátttökunni: meiri sýnileiki, forgangsaðgangur að tækjum og efni herferðarinnar,...Frekari upplýsingar
24/04/2018

Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA) hefur hleypt af stokkunum herferð sinni 2018-19 innan ESB undir heitinu Vinnuvernd er allra hagur - áhættumat efna á vinnustað. Herferðin markar upphaf tveggja ára verkefnis þar sem viðburðir og önnur starfsemi eiga að vekja athygli á málinu og stuðla að því að finna bestu leiðir til að takast á við áhættuna sem hættuleg efni mynda fyrir starfsmenn.

 

 

Andstætt almennri skoðun, fer notkun hættulegra efna ekki minnkandi innan ESB, og þörfin fyrir að stjórna þessum hættum er mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Sum efnin sem starfsmenn verða hvað oftast fyrir eru krabbameinsvaldandi. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nýlega lagt fram tillögu um að draga úr váhrifum fimm krabbameinsvaldandi...Frekari upplýsingar