Þetta handhæga myndband herferðarinnar fer með þig í gegnum mikilvæga þætti til að koma í veg fyrir vinnutengda stoðkerfissjúkdóma. Það undirstrikar skilvirkni einfaldra forvarnaraðgerða við að taka á þessum sársaukafullu sjúkdómum hjá milljónum launþega en þeir geta leitt til örorku, langvinnra sjúkdóma og snemmbúinnar lífeyristöku ef ekki er tekið á þeim.
Horfðu á og deildu!
Napó er söguhetjan í teiknimyndum sem er ætlað að vekja athygli á öryggi og heilbrigði á vinnustöðum. Þessi myndbönd sýna sviðsmyndir frá vinnustöðum sem geta skapað áhættu fyrir launþega og ráð við stjórnun þeirra. Þau eru kjörin leið til að breiða út boðskapinn um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum með áhrifaríkum og óformlegum hætti. Öll myndböndin í seríunni eru án tals og geta því allir skilið þær.