Um efnið


Hvernig er hægt að stýra hættum til að tryggja heilbrigða öldrun á vinnustað?

Það er mikilvægt að koma í veg fyrir vinnutengd slys og heilsutap á starfsferlinum þar sem starfsaðstæður hafa mikil áhrif á heilsu fólks á efri árum. Ungir launþegar í dag eru aldraðir launþegar á morgun.

Heildstæð nálgun á stjórnun vinnuverndar (OSH) , þar sem tekið er tillit til allra mögulegra áhrifaþátta á öryggi og heilsu, er nauðsynleg. Stefnur í mannauðsmálum geta haft mikið að segja um hvort hættur, sérstaklega sálfélagslegar hættur, séu meðhöndlaðar rétt. Endurhæfing og stefnur varðandi endurkomu til vinnu eftir veikindi eru líka sífellt mikilvægari þegar kemur að öldrun vinnuaflsins.

Dæmi um heildstæðu nálgun á stjórnun vinnuverndar er hugtakið „vinnugeta“. Vinnugeta er jafnvægið á milli vinnuskyldu og getu einstaklingsins. Til að hlúa að góðri vinnugetu þarf öfluga stjórnun og þátttöku starfsmanna.

Vinnuveitendur eiga lögum samkvæmt að framkvæma hættumat sem tekur tillit til aldurstengdrar hættu. Eldri launþegar eru aftur á móti ekki einsleitur hópur: munur á bæði virknigetu og heilbrigði á milli einstaklinga eykst með aldrinum. Því þarf að taka tillit til fjölbreytni við gerð hættumats.

Hægt er að taka tillit til breytinga á einstaklingsbundinni virknigetu með því að aðlaga vinnuna, t.d. með því að nota búnað sem minnkar líkamlegt álag eða veita leiðsögn um rétta líkamsbeitingu. Hafa þarf í huga að vel hannaður vinnustaður og fyrirtæki hafa jákvæð áhrif á alla aldurshópa.