Um efnið


Viðskiptalega hliðin á stjórnun hættulegra efna

Það er skýr ávinningur af því að fjárfesta í vinnuvernd — fyrirtæki, sem hafa einsett sér að skapa fyrirbyggjandi menningu með styrkri forystu og viðeigandi úrræðum, uppskera til langs tíma litið.

Léleg stjórnun hættulegra efna á vinnustöðum skapar ekki aðeins óþarflega hættu fyrir launþega heldur leiðir til verulegs beins kostnaðar fyrir fyrirtæki og heilbrigðiskerfi. Til að mynda er talið að kostnaður vegna útsetningar fyrir krabbameinsvaldandi efnum á vinnustöðum sé um 2,4 milljarða evra í Evrópu á ári. Bótakröfur frá launþegum sem orðið hafa fyrir heilsutjóni vegna hættulegra efna á vinnustöðum geta einnig hlaupið á hundruðum þúsunda evra í hvert skipti.

Með því að fjárfesta í vinnuvernd er komið í veg fyrir slíkan kostnað en fyrirtæki njóta einnig góðs af:

  • aukinni framleiðni og áhuga meðal starfsmanna
  • fækkun á fjarvistum og kostnaði í tengslum við vanheilsu starfsmanna
  • minni starfsmannaveltu.

Það, á móti, gera fyrirtæki samkeppnishæfari og árangursríkari — en það er markmið allra fyrirtækja.