Tilfellarannsóknir


Vinnuverndaráhætta við viðgerðarþjónustu í gegnum stafræna verkvanga

Verkamenn eins og pípulagningarmenn og rafvirkja sem framkvæma viðgerðir standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum þegar kemur að vinnuvernd. Þar á meðal óþægilegar stellingar, framkvæmd á skringilegum handvirkum verkum, lyftingar á þungum hlutum, útsetning fyrir hættulegum efnum og svo getur þeim skrikað fótur, hrasað og dottið auk þess að verða fyrir hrakyrðum, einelti og áreitni.

Tilvikarannsóknin skoðar viðgerðarþjónustu í gegnum stafræna verkvanga. Hún veitir upplýsingar um vinnuverndarhættur sem verkamenn verða fyrir þegar þeir sinna störfum í gegnum stafræna verkvanga. Hún fjallar einnig um þætti sem hafa áhrif á eða auka flækjustig við stjórnun á vinnuverndaráskorunum og hættum við viðgerðarvinnu í gegnum stafræna verkvanga.

Með því að beina ljósinu að verklagi og aðgerðum stafrænna verkvanga skoðar tilvikarannsóknin hvort og hvernig sé hægt að koma í veg fyrir og stjórna slíkum hættum.

Download PDF file in: