06/10/2020
Búðu þig undir Evrópuviku vinnuverndar — 19. til 23. október

Þúsundir þátttakenda búa sig undir einn af stærstu viðburðum ársins á sviði vinnuverndar.
Evrópuvika vinnuverndar markar upphafið að herferðinni Hæfilegt álag - Heilbrigt stoðkerfi þar sem kastljósinu er beint að stoðkerfisvandamálum. Vefsíða herferðarinnar á mörgum tungumálum fór í loftið fyrr í mánuðinum og býður upp á fjölbreyttar upplýsingar, aðgang að útgefnu efni, tilvikarannsóknir og hagnýt verkfæri og leiðbeiningar.
Sú starfsemi, sem á sér stað í Evrópuvikunni — þar á meðal ráðstefnur, kvikmyndasýningar, sýningar og samkeppnir — mun beina kastljósinu á vinnuvernd svo ekki verður um villst.
Skoða allar viðeigandi upplýsingar um Evrópuvikuna