You are here

Tilfellarannsóknir

09/03/2016

Þýskaland — valfrjáls læknisskoðun hjá Audi

Raundæmi
74871-0.jpg

Frá árinu 2006 hefur heilbrigðisáætlun Audi AG verið hluti af langtímaáætlun starfsmannastefnu fyrirtækisins. Áætlunin kemur auga á heilsufarsáhættu og þróar viðeigandi inngrip með tímalegum hætti. Starfsmenn hafa rétt á læknisskoðun — á fimm ára fresti fyrir starfsmenn yngri en 45 ára og á þriggja ára fresti fyrir 45 ára og eldri. Uppsöfnuð gögn eru greind til að koma auga á áhættu og nauðsynlegar breytingar á vinnuferlum og skipulagi til að vernda líkamlega og andlega heilsu starfsmanna. Læknisskoðanir eru ítarlegar og er starfsmönnum ráðlagt að taka þátt í heilbrigðisverkefnum sem tryggingafélag Audi stendur fyrir. Einstök vandamál sem greinast setja af stað inngrip fyrir viðkomandi einstakling. Verkefnið er enn í gangi og fær árlega fjárveitingu. 90% starfsmanna nýta sér læknisskoðanir. Vísbendingar eru um að líkur á hjartaáfalli og slagi hafi minnkað vegna verkefnisins. Á meðal þess sem hefur stuðlað að velgengni verkefnisins eru auðvelt aðgengi fyrir alla starfsmenn, að leitað er til allra starfsmanna, endurbætur fyrir bæði einstaklinga og hópinn í heild og kerfisbundin nálgun. Verkefnið er yfirfæranlegt en þörf gæti verið á utanaðkomandi aðstoð fyrir læknisaðstoð og gagnagreiningu.

  • Hlaða niður PDF (0.1MB) í: