You are here
researchers2-1920x589px.jpg

Vísindamenn

Nú þegar íbúar Evrópu eru farnir að eldast, hvernig getur starfsfólk, vinnuveitendur, fulltrúar þeirra og stjórnmálamenn unnið saman að því að tryggja að vinnandi fólk búi við heilsusamlegt vinnuumhverfi og nái háum starfsaldri. Hvaða þættir stuðla að eða koma í veg fyrir heilsusamlegan og afkastamikinn starfstíma. Þetta eru á meðal helstu rannsóknaspurninga á sviði vinnueftirlits, sérstaklega í ljósi þess að vinna hefur reynst, við réttar kringumstæður, góð fyrir heilsuna.

Evrópska tilraunarverkefnið „Öruggari og heilsusamlegri vinna fyrir alla aldurshópa“ hefur reynst öflugur hvati fyrir nýjar rannsóknir á þessu sviði. Skýrslur úr þessu verkefni má nálgast í gegnum tenglana hér að neðan, auk annarra nýrra útgáfa frá EU-OSHA.

> Gakktu í hóp höfunda OSHwiki

Tilföng handa þér

Útgefið efni

EU-OSHA gefur út fjölda rannsókna og það má sækja þær allar ókeypis. Sem dæmi skoðar skýrslan hér að neðan helstu vandamálin sem tengjast öldrun evrópska vinnuaflsins.

Öruggari og heilbrigðari vinna á öllum aldri - landsupplýsingar

Landsupplýsingarnar skoða stefnur, fyrirætlanir og áætlanir aðildarríkja ESB og EFTA þegar kemur að því að taka á vandamálum á sviði vinnuverndar samfara öldrun vinnuaflsins og stefnusvið sem hafa áhrif á vinnuvernd; þar á meðal stefnumál, fyrirætlanir og áætlanir í tengslum við endurhæfingu/endurkomu til vinnu. 


Frekari upplýsingar

Útgáfur okkar ná yfir breitt svið og halda þér upplýstum um nýjar lýðfræðilegar breytingarnar og heilbrigða öldrun.

Verkefni Evrópuþingsins: „Öruggari og heilbrigðari vinna á öllum aldri“

Kynning á markmiði verðlaunanna í 2-3 setningum, sniðin að þörfum starfsfólks:

Verkefni Evrópuþingsins: „Öruggari og heilbrigðari vinna á öllum aldri“

Aðalmarkmið tilraunaverkefnis Evrópuþingsins „Öruggari og heilbrigðari vinna á öllum aldri“ var að upplýsa stefnumótandi aðila á svæðinu. Það hófst í júní 2013 og náði fram í lok 2015. Verkefnið skilaði af sér skýrslur um vinnueftirlit og eldra starfsfólk, kyn og eldra starfsfólk og um endurhæfingu, auk greiningu á skýrslum frá 32 löndum og lokaskýrslu verkefnisins.

> Skoðaðu síðu verkefnisins á vefsíðu EU-OSHA


Önnur tengd tilföng

EU-OSHA hefur safnað saman fjölda tilfellarannsókna og verkfæra sem sýna raunverulegar aðferðir sem hafa verið notaðar til að takast við vandamál sem tengjast öldrun vinnuafls Evrópu.