You are here

Persónuverndarstefna - Fréttabréf herferðarinnar

Kerfishluta stofnunarinnar er falið að annast vinnslu persónuupplýsinga

Andrew Smith, yfirmaður samskipta- og kynningardeildar

Tilgangur vinnslunnar

Gögn sem safnað er á þessu eyðublaði eru ætluð fyrir sendingar á fréttabréfi EU-OSHA herferðarinnar auk tilfallandi kannana svo stofnunin geti fengið svörun á frammistöðu sinni í tengslum við bæði langtíma og skammtíma áætlanagerð. Tillögð netföng eru vistuð í sjálfvirkri tölvupóstskrá, Listserv.

Tegundir unninna gagna

  • Nafn og eftirnafn
  • Netfang

Lagagrundvöllur

Reglugerð ráðsins (EB) nr. 2062/94 frá 18/07/1994 um stofnun Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar, ásamt síðari breytingum.

Lögmæti vinnslunnar

Úrvinnslan byggist á 5. grein (a) í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) 45/2001 frá 18. desember 2000 um einstaklingsvernd þegar kemur að vinnslu stofnana Bandalagsins á persónuupplýsingum og frjálsri för slíkra upplýsinga (hér eftir, reglugerð (EB) 45/2001).

Viðtakendur gagna

Aðgengi að persónulegum upplýsingum er veitt á grundvelli hlutverks og ábyrgðar viðkomandi aðila sem koma við sögu (meginreglan um „það sem þú þarft að vita“):

  • Löglega tilnefnt starfsfólk EU-OSHA
  • Utanaðkomandi þjónustuveitanda sem hýsir netþjón EU-OSHA
  • Lögfræðideild, starfsmannadómstóls Evrópusambandsins, Evrópsku persónuverndarstofnuninnar, Evrópuskrifstofunni um aðgerðir gegn svikum (OLAF), umboðsmanns Evrópusambandsins, Endurskoðunarréttsins, þjónustu innri endurskoðunar, ef svo á við.

Allir tilgreindir viðtakendur falla undir reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) 45/2001 frá 18. desember 2000 um einstaklingsvernd þegar kemur að vinnslu stofnana Bandalagsins á persónuupplýsingum og frjálsri för slíkra upplýsinga. EU-OSHA mun ekki opinbera persónuupplýsingar fyrir beina markaðssetningu í viðskiptalegum tilgangi.

EU-OSHA mun ekki opinbera persónuupplýsingar fyrir beina markaðssetningu í viðskiptalegum tilgangi.

Réttindi gagnaaðila

Þú átt rétt á að nálgast þínar persónulegu upplýsingar, staðfesta þær eða eyða þeim. Ef þú ert hinsvegar með einhverjar spurningar sem er ekki svarað hér eða á opinberum hluta vefsíðunnar skaltu hafa samband við okkur á: information@osha.europa.eu, með orðinu „data protection“ (gagnavernd) í efnislínunni.

Upplýsingar um geymslutíma gagna

Þú getur hvenær sem er sagt upp áskrift þinni að fréttabréfi EU-OSHA með því að notast við eyðublað sem finna má neðst hér á síðunni https://healthy-workplaces.eu/is/healthy-workplaces-newsletter, eða með því að smella á hlekk sem finna má neðst í hverju fréttabréfi.

Öryggisráðstafanir

Við gerum viðeigandi öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir óheimilaðan aðgang að, eða óheimilaða breytingu á, birtingu eða eyðingu gagna. Þetta felur í sér innanhússúttekt á gagnasafni okkar, geymslu og vinnsluaðferðum og öryggisráðstöfunum, þ.m.t. viðeigandi dulkóðun samskipta og efnislegar öryggisráðstafanir til að varna gegn óheimilum aðgangi að kerfum þar sem við geymum persónuupplýsingar.

Beiðni um upplýsingar

Frekari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga fást með því að senda inn beiðni til gagnaverndarfulltrúa EU-OSHA á netfangið: dpo@osha.europa.eu.

Málskot til EDPS

Gagnaaðilar eiga rétt á að skjóta máli sínu til Evrópsku persónuverndarstofnunarinnar: http://www.edps.europa.eu, telji þeir að vinnsla gagna hafi ekki verið í samræmi við reglugerð (EB) 45/2001.