You are here
OSHprofessionals-1920x589px.jpg

Fagfólki í vinnuvernd

Þar sem meðalaldur vinnuafls fer hækkandi verður sífellt mikilvægara fyrir starfsfólk og atvinnuveitendur að vinna saman að því að vinna að sjálfbærri vinnu fyrir alla. Sanngjörn, örugg og heilsusamleg vinnuskilyrði alla starfsævina eru nauðsynleg til að tryggja heilsusamlega öldrun og eftirlaun við góða heilsu.

Herferðin Vinnuvernd er allra hagur veitir fjölda tóla og tilfanga sem tengjast heilbrigðri öldrun á vinnustað sem þú getur nýtt til auðvelda skipti á góðum vinnubrögðum og beina athyglinni að árangurssögum.

Tilföng handa þér

Rannsóknir

Við höfum valið rannsóknir sem veita skýr dæmi um kosti fyrir bæði starfsfólk og vinnuveitendur um að stjórna áhættu vandlega og hvetja til sjálfbærrar vinnu alla æfina, svo sem eftirfarandi tilfelli.

14/02/2014

Aldursstjórnun hjá Saarioinen Ltd.

Saarionen hefur séð auknar fjarvistir vegna veikinda og snemmbært hvarf frá vinnu vegna stoðkerfisvandamála. Til að ráðast gegn þessu vandamáli og draga úr tengdum kostnaði var aldursstjórnunarkerfi kynnt til sögunnar.

Frekari upplýsingar

Tilfellarannsóknir okkar hjálpa þér að gera breytingar. Þú getur fundið dæmi úr ýmsum geirum og stærðum fyrirtækja.

Útgefið efni

Allt frá ítarlegum rannsóknum til handhægra bæklinga. Þú finnur allt sem þú þarft á að halda til að kynna verkefnið og viðhalda þekkingu. Eftirfarandi er bara dæmi um ómetanleg tilföng sem eru í boði.

Endurhæfing og endurkoma til vinnu: greining á kerfum og áætlunum í ESB og aðildarríkjunum

Skýrslan rannsakar þau kerfi, sem eru til staðar í 28 aðildarríkjum ESB og EFTA, fyrir endurhæfingu og endurkomu til vinnu. Hún greinir hvaða þættir koma við sögu í þróun og innleiðingu á kerfum fyrir endurhæfingu/endurkomu til vinnu.


Frekari upplýsingar

Útgáfur okkar ná yfir breitt svið og halda þér upplýstum um nýjar lýðfræðilegar breytingarnar og heilbrigða öldrun.

Hagnýt tól og leiðbeiningar

Mörg einföld tól og leiðbeiningar eru þér tiltækar til að auðvelda jafnvel smæstu fyrirtækjum að finna öryggisstjórnunarlausnir sem henta þeim. Hér viljum við benda á eitt sérstakt dæmi.

Starfsgetuvísir

Starfsgetuvísirinn er tæki sem metur starfsgetu tilteksins starfsmanns. Hann byggist á rannsóknum um heilsugæslu á vinnustöðum.

Frekari upplýsingar

Við höfum safnað fjölda öryggisstjórnunartóla. Þar á meðal geturðu verið viss um að finna eitthvað sem auðveldar þér að taka réttu ákvarðanirnar.

Netleiðarvísir

Netleiðarvísirinn setur fram öll málefni er varð efnisatriði herferðarinnar á skýran og hagkvæman hátt og veitir ráðgjöf varðandi áhættustjórnun. Hann auðveldar þér að setja fram betri nálgun á aldursstjórnun.

Önnur tengd tilföng

Tilföng okkar, m.a. gamansöm stuttmynd, auðlesnar skýringarmyndir og mikið magn efnis á 25 tungumálum, auðvelda þér að koma skilaboðum á framfæri um að heilbrigð öldrun er fyrir alla, starfsfólk, vinnuveitendur, unga sem aldna.