You are here
HRmanagers-1920x589px.jpg

Mannauðsstjórar

Samsetning fólksfjöldans í Evrópu, og þar með vinnuafls, er að breytast. Mannauðsstjórnun þarf að taka tillit til hækkandi aldurs ef fyrirtæki eiga að ná fullum möguleikum sínum. Gott skipulag á vinnustöðum er til hagsbóta fyrir allt starfsfólk, og fyrir viðskiptin líka.

Heilbrigði á vinnustað tryggir lengir starfsævi starfsfólks. Engin fyrirtæki vilja missa reynslumikið og hæft starfsfólk að ástæðulausu. Það getur verið nauðsynlegt, og hagkvæmt, að laga vinnuna að hæfnisgetu einstaklinga. Auk eru reglur um afturhvarf til vinnu sífellt mikilvægari þegar litið er til eldra vinnuafls.

Tilföng handa þér

Netleiðarvísir

Útskýringar á öllum málum og gagnlegar ábendingar um hvernig díla skuli við hækkandi aldur vinnuafls er að finna í netleiðarvísinum. Í honum má finna ráðleggingar um bestu leiðir til að tryggja öryggi og heilbrigði starfsfólks og afköst þeirra til lengri tíma.

Hagnýt tól og leiðbeiningar

Mörg önnur tól og leiðbeiningar eru til staðar til að auðvelda mannauðsstjórun að bregðast við málefnum er varða heilbrigði á vinnustað. Eftirfarandi er ágætis dæmi.

Aldursgreining (Leeftijsscan)

Mottó þessa nettóls er „mæling er þekking“. Aldursgreining gerir mannauðsstjórum kleift að fá mælanlega innsýn í núverandi og komandi áskoranir er snúa að fyrirtækinu hvað varðar aldursstjórnun (t.d. núverandi aldursskiptingu og hvernig líklegt er að hún þróist.

Frekari upplýsingar

Við höfum safnað fjölda verkfæra og leiðbeininga sem auðvelda þér að taka ákvarðanir í málefnum allt frá að hvetja til heilbrigði á vinnustað til reglna um endurkomu til vinnu og áhættumats sem tekur mið að fjölbreytileika.

Rannsóknir

Við höfum safnað saman rannsóknum úr ýmsum fyrirtækjum sem kynna verkefni til að ráðast að vandamálum er tengjast öldrun á vinnustöðum. Þar koma fram kostir þess að aðlaga vinnuna og uppfæra stefnur, eins og sjá má hér að neðan.

‘Health Ahead’-áætlun GE Money Bank

‘HealthAhead’-áætlunin sem sett var á fót árið 2010 metur heilbrigði á vinnustað. Einkunn útibús ákvarðar hvort það fái HealthAhead-viðurkenningu. Áætlunin miðar að starfsfólki á öllum aldri og í henni felast námskeið, viðtöl, heilbrigðisskoðun og sérstakar aðgerðir sem ná til endurkomu til vinnu.

Frekari upplýsingar

Rannsóknin nær til stórra og smárra fyrirtækja í ýmsum geirum. Þær hafa sýnt að þátttaka stjórnenda og starfsfólks eru lykillinn á árangri í slíkum verkefnum.

Önnur tengd tilföng

Ef þú vilt taka þátt í verkefninu Vinnuvernd alla æfi og kynna það fyrir þínu starfsfólki getum við útvegað þér efni. Þar á meðal er gamansöm stuttmynd, verkfærasett til að auðvelda þér að reka herferðina og úrval herferðarefnis sem hjálpar þér að koma skilaboðunum á framfæri.