You are here

Hvernig á að taka þátt

Vilt þú aðstoða okkur við að koma skilaboðum kynningarherferðarinnar áleiðis? Það er hægt að fara margar leiðir til að taka þátt í herferðinni Heilsusamlegri vinnustaðir fyrir alla aldurshópa, til dæmis með því að:

Miðla og birta herferðarefni til að hjálpa til við að auka vitund.

Skipuleggja starfsemi og viðburði eins og þjálfunarnámskeið, ráðstefnur og samkeppnir.

Nota og kynna hagnýt aldursstjórnunartól sem eru í boði;

Þátttaka í Verðlaununum fyrir góða starfshætti, en þar eru fyrirtæki af mismunandi stærðum og úr mismunandi atvinnugreinum verðlaunuð fyrir nýstárlegt framlag þeirra til vinnuverndarmála.

Þátttaka í Evrópuviku vinnuverndar 2016 og 2017 — kjarnanum í vinnuverndarstarfi í Evrópu.

Gerast opinber samstarfsaðili herferðarinnar, ef þú ert samevrópskt eða alþjóðlegt fyrirtæki.

Gerast samstarfsaðili herferðarinnar á landsvísu, ef þú starfar á landsvísu.

Gerast samstarfsaðili herferðarinnar í fjölmiðlum, ef þú ert innlendur eða evrópskur fjölmiðill.

Fylgjast með nýjustu fréttum á samfélagsmiðlunum okkar. Finndu okkur á Facebook, Twitter, LinkedIn og fleiri stöðum.

Sérsniðnar upplýsingar fyrir þig

Við bjóðum upp á upplýsingar sem eru sérstaklega ætlaðar eftirtöldum hópum, en þær eru aðgengilegar öllum sem vilja taka þátt í herferðinni í samræmi við þeirra þarfir: