You are here
fachadadeusto1 (1).jpg

Leiðtogafundur herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur 2017

Leiðtogafundur herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur 2017 verður haldinn 21. og 22. nóvember 2017 í Euskalduna ráðstefnumiðstöðinni í Bilbaó á Spáni.

Á viðburðinn mæta leiðandi evrópskir sérfræðingar og stjórnmálamenn til að ræða um niðurstöður hinna 2 ára herferðar Vinnuvernd alla ævi. Þátttakendur munu skiptast á góðum starfsvenjum og ræða um stefnur til framtíðar í sal og á smærri samhliða fundum til að tryggja sjálfbæra starfsævi hjá fyrirtækjum í Evrópu.

Efni vinnusmiðja er meðal annars: „góðar starfsvenjur til að stuðla að sjálfbærum vinnustöðum“; „endurhæfing og aftur til vinnu“; „20 ár af Napó – fjölhæfa félaganum okkar til að kynna vinnuvernd“; og „skipti á góðum starfsvenjum á sviði vinnuverndar – það besta af 10 ára samstarfi EU-OSHA í herferðunum“.

Að lokum mun stofnunin einnig halda stutta kynningu á komandi herferð Vinnuvernd er allra hagur 2018-19, sem hleypt verður af stokkunum í apríl 2018, en hún mun auka vitund um mikilvægi þess að koma í veg fyrir áhættur af völdum hættulegra efna.

Viðburðurinn er opinn fjölmiðlum.

Þátttaka takmarkast við þá sem hefur verið boðið.

Dagskrá

Napó

Opinberir samstarfsaðilar herferðarinnar.