You are here
3C-1920x589px.jpg

Evrópuvika vinnuverndar

Evrópuvika vinnuverndar er haldin á hverju ári í október (43. almanaksvika) og er hápunktur allra kynningarherferða um heilsusamlega vinnustaði. Hundruðir viðburða til að vekja athygli á málstaðnum vítt og breitt um Evrópusambandið og aukinn fjölmiðlaumfjöllun gera þátttöku í þessari kynningarherferð að einstöku tækifæri fyrir þitt fyrirtæki.

Sérstakar kvikmyndasýningar, viðburðir á samfélagsmiðlum, ráðstefnur, myndlistasýningar, samkeppnir og námskeið eru aðeins brot af þeim viðburðum sem fara fram á Evrópuvikunni. Ef þú ert með hugmynd að vitundarvakningu, eða vilt fara af stað með langtímaverkefni í vinnuvernd sem tengist kynningarherferðinni Heilsusamlegir vinnustaðir fyrir alla aldurshópa, þá gæti Evrópuvikan verið kjörin tímasetning til að tryggja að þinn viðburður fái þá athygli sem hann á skilið.

Evrópuvikurnar árin 2016 og 2017, sem eru skipulagðar af EU-OSHA og samstarfsaðilum, hafa þema herferðarinnar í forgrunni og viðburðirnir munu einblína sérstaklega á vitundarvakningu um mikilvægi langrar og farsællar starfsævi.

Þú getur nálgast frekari upplýsingar um viðburði Evrópuvikunnar sem eru nálægt þér hjá þinni landsmiðstöð og hún getur einnig aðstoðað þig við að skipuleggja viðburð.

Ráðleggingar handa þér