You are here
employers-1920x589px.jpg

Atvinnurekendur

Lýðfræðilegar breytingar þýða að vinnuafl er að eldast. Ef halda á eldra starfsfólki innan starfshópsins, sem oft hefur með sér mikla kosti á borð við reynslu, skilvirkni og gæðavitund, þarf að ýta undir sjálfbæra vinna með þátttöku stjórnenda og starfsfólks.

Heilbrigðir og afkastamiklir vinnustaðir tækla áskoranir sem fylgja vinnuafli sem er að eldast, og viðskiptatilfellið fyrir það er heillandi. Sem betur fer má finna mörg einföld tól sem geta hjálpað fyrirtækjum af öllum stærðum að bregðast við hækkuðum aldri vinnuafls á árangursríkan hátt.

Tilföng handa þér

Hagnýt tól og leiðbeiningar

Hér finnurðu tól og leiðbeiningar sem þróuð eru til að auðvelda fyrirtækjum, sér í lagi litlum og miðlungsstórum, að taka jákvæð skref til að bregðast við hækkandi aldri vinnuafls, jafnvel með takmörkuðu fjármagni.

Aðgerðir vinnuveitanda fyrir virka öldrun

Skýrslan kynnir fjölda tilvikarannsókna sem sýna framsýnar aðferðir í mismunandi aðildarríkjum, sem endurspegla efni skýrslunnar: Kostir fyrirtækja fyrir virka aldursstjórnun, kortlagningu vinnuafls og áætlunargerð, að vera jákvæður gagnvart aldri við ráðningar, sveigjanleg vinna og viðhalda starfsgetu og brúa kynslóðabil og áætlun um eftirmenn.

Frekari upplýsingar

Rannsóknir

Það læra margt af því hvernig önnur fyrirtæki nálgast áskoranir vinnuafls sem er að eldast. Rannsóknir á borð við eftirfarandi veita gagnleg dæmi sem sýna hvernig þú getur gert breytingar sem munu leiða til heilbrigðari og afkastamiklum vinnustað.

Valfrjáls læknisskoðun hjá Audi

Allt starfsfólk Audi hefur rétt á valfrjálsri alhliða læknisskoðun, sem fjölgar þegar starfsmaður hefur náð 45 ára aldri. Audi greinir uppsöfnuð gögn til að auðkenna heilbrigðisógnir og breytingar á verkferlum sem þær kalla á.

Frekari upplýsingar

Það eru margar aðrar hugmyndir og dæmi sem finna má í rannsóknum okkar á stórum og litlum vinnustöðum, innan hins opinbera og einkageirans. 

Verðlaun fyrir góða starfshætti

Verðlaunin fyrir góða starfshætti eru tækifæri fyrir þitt fyrirtæki að fá viðurkenningu fyrir frumkvæði sem miðar að því að hvetja til sjálfbærrar vinnu út starfsæfina. Verðlaunin viðurkenna framúrskarandi og framúrstefnulega nálgun við að bæta öryggi starfsfólks á öllum aldri.

Netleiðarvísir

Netleiðarvísinn er gagnlegt tól til að hjálpa atvinnuveitendum að stjórna vinnuvernd í umhverfi þar sem vinnuafl er að eldast. Hann fjallar um lykilatriði, kemur með ábendingar um leiðir til að tækla vandamál og veitir gagnlega tengla. Leiðarvísirinn er gagnlegur og notendavænn og miðar að því að auðvelda fyrirtækjum af öllum stærðum að eiga við áhættu.

Önnur tengd tilföng

Ef þú vilt taka þátt í herferðinni geturðu skoðað herferðarefnið þar sem þú færð gagnlegar ráðleggingar og á 25 tungumálum.