You are here

Gerast fjölmiðlasamstarfsaðili

Orðspor

Komdu fjölmiðlafyrirtækinu þínu á framfæri innan hins stóra samfélags innan vinnuverndar. Fáðu viðurkenningu á útgefnu efni þínu sem opinber samstarfsaðili EU-OSHA herferðarinnar og sem fyrirtæki sem umhugað er um vinnuvernd.

Tengslamyndun

Hafðu samband við tengslanet EU-OSHA og hagsmunaaðila í Evrópu og um allan heim. Hafðu samband við sérfræðinga á sviði vinnuverndar til að skiptast á reynslusögum.

Sýnileiki

Lógó og lýsing á efninu verður sett í hlutann fyrir fjölmiðlasamstarfsaðila á þessu svæði. Þú munt fá snemmbæran aðgang að fjölmiðlaefni og við birtum greinarnar frá þér í gegnum samfélagsmiðla.

Samstarfsaðilar okkar í fjölmiðlum starfa með okkur við að auka vitund um málefni herferðarinnar með því að nota fjölbreyttar leiðir sínar til auglýsinga og kynningar. Samstarfsaðilar okkar í fjölmiðlum samanstanda af sérvöldum hópi fréttamanna og ritstjóra úr allri Evrópu með áhuga á eflingu vinnuverndar.

Samstarfið er bundið við fjölmiðla og rit sem hafa áhuga og getu á að taka mikinn þátt í herferðinni.

Frekari upplýsingar um ávinninginn af því að hefja fjölmiðlasamstarf og hvernig eigi að sækja um má finna í í tilboðinu um fjölmiðlasamstarf (einungis á ensku).

Gerast fjölmiðlasamstarfsaðili

Eða flettu niður til að fá frekari upplýsingar.

David Mairal

David Mairal, Aragon Valley

 

“Samstarfið við stofnunina gefur mér færi á sérhæfðu efni, s.s. skýrslum, rannsóknargreinum, skýringarmyndum og tólum sem koma til móts við meginástæðu þess að ég blogga: að læra og miðla þekkingu. Allir vinna!

 
Iris Cepero

Iris Cepero, tímaritið Safety Management

 

„Samstarfið hefur aukið sýnileika tímaritsins innan Evrópu og hefur leitt til aukinnar tengslamyndunar. Í raun erum við nú hluti evrópskrar útgáfu sem er stolt af starfi sínu innan herferðar um vinnuvernd.”

 
James Twigg

James Twigg, PPE.org

 

„Fjölmiðlasamstarf við EU-OSHA veitir okkur tækifæri til þess að hjálpa stofnuninni við að gera vinnustaði Evrópu heilbrigðari, öruggari og afkastameiri. Við erum einnig þakklát fyrir þá kynningu og samstarfsmöguleika sem samstarfið veitir fyrirtækinu okkar.“

 

Ráðleggingar handa þér