You are here

‘Vinnuvernd alla ævi’ var herferð sem var opin fyrir þátttöku einstaklinga og fyrirtækja á svæða-, lands- og Evrópuvísu. Hún var skipulögð á landsvísu af landaskrifstofum EU-OSHA í meira en 30 Evrópulöndum, og studd af opinberum samstarfsaðilum herferðarinnar — sam-evrópskum og alþjóðlegum fyrirtækjum og samstarfsaðilum herferðarinnar hjá fjölmiðlum.

2016-2017 var EU-OSHA í herferð til að auka vitund um mikilvægi sjálfbærrar öldrunar launþega. Þó að það sé krefjandi að takast á við að launþegar eru að eldast, miðaði þessi herferð að því að gefa skýrar og hagnýtar leiðbeiningar um ráðstafanir sem hægt er að grípa til, til að stuðla að sjálfbærri vinnu og koma í veg fyrir ótímabæra brottför af vinnumarkaðnum. Sérstök markmið herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur 2016—17 voru:

  • að stuðla að sjálfbærni í starfi og heilbrigðri öldrun frá upphafi starfsævinnar;
  • að koma í veg fyrir heilbrigðisvanda á starfsævinni;
  • að auðvelda vinnuveitendum og starfsmönnum að stjórna öryggi og hollustu á vinnustöðum hvað varðar hækkandi aldur vinnuafls; og
  • og hvetja til upplýsingamiðlunar og góðra starfsvenja.