You are here

Herferðin Heilbrigðir vinnustaðir fyrir alla aldurshópa 2016-17 eykur meðvitund um mikilvægi þess að vinnuverndarmálum sé vel stjórnað út alla starfsævina og að vinnan sé sniðin að getu einstaklingsins — hvort sem það er við upphaf starfsferils eða við lok hans. Líkt og á við um fyrri herferðir varðandi heilbrigði á vinnustöðum þá er herferðin samræmd innanlands á grundvelli áhersluatriða Vinnuverndarstofnunar Evrópu (EU-OSHA) og studd af opinberu herferðinni og samstarfsaðilum innan fjölmiðlageirans.

Herferðinni verður ýtt úr vör þann 15. apríl 2016. Lykildagsetningar í dagatali herferðarinnar eru m.a. Evrópu vikur um öryggi og heilsu í vinnunni (október 2016 og 2017) og verðlaunaafhending fyrir góða starfshætti og heilbrigða vinnustaði (apríl 2017). Herferðinni lýkur með sameiginlegum lokafundi Heilbrigði á vinnustöðum (nóvember 2017), þegar allir þeir sem hafa lagt eitthvað að mörkum vegna herferðarinnar munu hittast ásamt Evrópsku vinnuverndarstofnuninni (EU-OSHA) þar sem farið verður yfir þann árangur sem náðst hefur í herferðinni og þann lærdóm sem draga má af henni.