Keppnir
Hentar:
Meðalstór yfir í stór fyrirtæki.
Hvernig má nota þetta?
Samkeppni með vinnuverndarþema getur verið haldin samhliða herferðinni þinni. Það getur verið ljósmynda- eða kvikmyndakeppni eða samkeppni um bestu græjurnar á sviði vinnuverndar.
Ávinningur:
Samkeppnin getur verið frábært verkfæri til að styðja við herferðina og styrkja helstu skilaboð hennar.
Með samkeppninni getur þú skapað áhuga á efni sem tengist vinnuvernd meðal almennings.
Jafnvel ungt fólk kann að hafa áhuga á efninu. Nærri því eitt þúsund manns sendu inn ljósmyndir í ljósmyndasamkeppni Vinnuverndarstofnunar Evrópu 2011!
Takmarkanir
- Þess konar samkeppni krefst innri skuldbindingar frá stofnun:
- Þátttaka víðs sviðs áhorfenda
- Að undirbúa valferlið o.s.frv.
- Einnig gæti það verið kostnaðarsamt ef þú íhugar að bjóða fjárhagslega umbun.
Hver tekur þátt?
- Hugsaðu um markhópinn:
- Viltu láta almenning taka þátt?
- Eða tiltekna hópa (t.d. aðeins starfsmenn, aðeins ungmenni)
Að auglýsa keppnina
- Hugsaðu um hvernig á að ná til hugsanlegra þátttakenda: íhugaðu að nota samfélagsmiðla ef almenningur á í hlut.
- Settu upp vefsíðu fyrir keppni.
Sigurforsendur
- Hugsaðu um nákvæmar forsendur sem þátttakendur þurfa að uppfylla til að vinna keppnina.
- Veldu dómnefnd sem metur hvort þátttakendur uppfylli þessar forsendur:
- Reyndu að fá þekktan aðila til að koma fram fyrir hönd þessarar dómnefndar. t.d. virtur atvinnuljósmyndari ef um ljósmyndasamkeppni er að ræða.
Reglur og valferli
- Undirbúið valferli: ef þú rekur undirsíðu sem er tileinkuð keppninni geturðu upphlaðið þátttökueyðublaði þangað.
- Gakktu úr skugga um að reglurnar séu skýrar og nákvæmar og öll inngöngublöð skiljanleg.
- Ef þú býst við miklum fjölda þátttakenda skaltu íhuga að skipta valferlinu í tvö stig:
- Forval
- Lokaval.
Tímalínur
- Hvað varðar tímalínur, þá skaltu skipuleggja keppnina um leið og herferðina.
- Lokaviðburðurinn gæti tengst lokaviðburði herferðarinnar.
Kynning
- Láttu fjölmiðla vita. Veittu þeim myndirnar (ef um ljósmyndasamkeppni er að ræða) eða annað myndefni.
- Skipuleggðu viðtöl annaðhvort við keppendur og dómnefnd.