You are here

Vitundarvakning

Atvinnurekendur, stjórnendur og starfsmenn gera sér ekki alltaf grein fyrir því að hættuleg efni séu til staðar á vinnustöðunum og skilja ekki fullkomlega áhættuna sem þau valda. Það er lykilatriði að vekja athygli á eðli og útbreiðslu hættulegra efna, og koma á árangursríkum aðferðum til að stjórna eða — enn betra — útrýma áhættu og innleiða löggjöf til að vernda starfsmenn gegn skaða.

Þau úrræði sem við höfum safnað geta hjálpað þér að finna út meira um málin. Þú getur einnig fengið aðgang að hagnýtum tækjum og leiðbeiningum sem eru til staðar til að hjálpa vinnustöðum að meta og stjórna áhættu og finna út allt sem þú þarft að vita til að koma á stað eigin herferð til vitundarvakningar.