You are here

Fréttir

06/05/2020

Vinnutengd stoðkerfisvandamál: af hverju eru þau enn svo útbreidd og hvað má gera til að standa vörð um launþega og fyrirtæki?

OSH_002947_aa72f.jpg

 © EU-OSHA / David Tijero Osorio

Nýjustu rannsóknir EU-OSHA skoða af hverju stoðkerfisvandamál eru alvarleg fyrir vinnuvernd á vinnustöðum í Evrópu — þrátt fyrir verulega inngrip löggjafans til að koma í veg fyrir þau.

Nýja ritrýnin okkar skoðar nýja og aðsteðjandi áhættu á sviði vinnutengdra stoðkerfisvandamála og þróun og eyður í forvörnum og hvaða úrbætur megi gera á forvörnum. Hún er hluti af stærra verkefni þar sem greining var gerð á forvarnarstefnum, áætlunum og verkfærum á sviði stoðkerfisvandamála. Þess utan hafa tilvikarannsóknir úr sex Evrópulöndum sýnt fram á að gagnreyndar heildrænar nálganir við stjórnun á vinnuverndaráhættu séu lykillinn að skilvirkum forvörnum.

Þessi vinna er hluti af rannsóknum til margra ára til að styðja við forvarnir og stjórnun á vinnutengdum stoðkerfisvandamálum með því að bjóða stefnumótandi aðilum, innlendum yfirvöldum, vinnuveitendum og atvinnugreinasamtökum upp á áreiðanlegar upplýsingar og leiðbeiningar. Niðurstöðurnar verða einnig notaðar í herferð okkar Vinnuvernd er allra hagur 2020 – 22 Léttu byrðarnar.

Lestu ritrýnina í heild, skoðaðu samantektina okkar og kynntu þér tilvikarannsóknirnar úr löndunum 6 ásamt 25 dæmum um stefnumótun