You are here

Fréttir

27/07/2020

Stöðvum heimsfaraldurinn: Aðgerðaáætlun EU-OSHA fyrir heilbrigða vinnustaði - Vinnuvernd er allra hagur

stop-pandemic.png

© EU-OSHA

EU-OSHA hefur hrundið af stað herferð undir yfirskriftinni ‘Heilbrigðir vinnustaðir stöðva heimsfaraldurinn’, þar sem tekist er á við vinnuverndaráskoranir sem tengjast núverandi heimsfaraldri og sem býður upp á fjölda af leiðbeiningum á vinnustað hvernig bregðast skuli við COVID-19 veirunni.

Meðal þess sem herferðin tekur á: Leiðbeiningar ESB um að takmarka útbreiðslu veirunnar og fyrirbyggjandi aðgerðir til að tryggja örugga og heilbrigða endurkomu á vinnustaði; upplýsingar um hvernig eigi að lágmarka útsetningu fyrir líffræðilegum smitefnum; vitundarvekjandi myndbönd og úrval hlekkja á góða vinnuhætti frá ESB og alþjóðastofnunum.

Aðgerðaáætlunin er í tengslum við herferð stofnunarinnar til að Létta byrðina á stoðkerfissjúkdómum sem verður sett af stað í október. En vefsíðan fyrir herferðina býður nú þegar upp á hagnýtar handbækur, tæki og sjónræn úrræði fyrir heilbrigða starfsemi í fjarvinnslu.

Vertu með og dreifðu fréttunum. Hjálpaðu okkur að berjast gegn heimsfaraldrinum!

Sjá öll COVID-19 úrræði fyrir vinnustaðinn í hlutanum Heilbrigðir vinnustaðir stöðva heimsfaraldurinn

Fylgdu myllumerkjunum #EUhealthyworkplaces og #StopthePandemic