You are here

Fréttir

09/06/2020

Forvarnir gegn vinnutengdum stoðkerfisvandamálum: lærdómur af rannsóknum og góðum starfsháttum

iStock-476586896.jpg

© iStock.com/andresr

Ný skýrsla dregur saman niðurstöður verkefnis EU-OSHA til margra ára, sem skoðaði rannsóknir, stefnur og verklag á sviði forvarna gegn vinnutengdum stoðkerfisvandamálum, en því er ætlað að styðja við stefnumótun gegn þessu útbreidda vandamáli á vinnustöðum í Evrópu.

Hún tilgreinir fjölda eyða í stefnum og á vinnustöðum og útskýrir af hverju vinnutengd stoðkerfisvandamál eru enn verulegt vandamál þrátt fyrir aðgerðir til að koma í veg fyrir þau. Hún inniheldur einnig tilmæli um hvernig eigi að taka á annmörkum núverandi nálgana með sérhæfðri löggjöf og innleiðingarleiðbeiningum en áhersla á áhættumat, forvarnir og vinnuvistfræði, miðlun á góðum starfsháttum og þátttaka starfsmanna gegna þar lykilhlutverki.

Frekari upplýsingar í skýrslunni í heild og samantektinni Vinnutengd stoðkerfisvandamál: frá rannsóknum og yfir í framkvæmd. Hvað má læra?

Skoða sérstaka vefsíðu um rannsóknir okkar um vinnutengd stoðkerfisvandamál