You are here

Fréttir

27/10/2020

Forvarnir gegn vinnutengdum stoðkerfisvandamálum — svona getur kortlagning á líkamanum og hættum komið að gagni

info-sheet-thumbnail220.jpg

Kortlagning líkamans er aðferð til að komast að því hvernig vinna getur haft skaðleg áhrif á líkama fólks en hættukortlagning hjálpar til við að finna áhættur gegn heilbrigði á vinnustöðum.

Þessi gagnvirku aðferðir — sem framkvæmdar eru með því að nota einföld verkfæri á samkomu eða í vinnusmiðju — byggja á þekkingu og reynslu starfsmanna og veita þeim þá tilfinningu að þeir séu hluti af lausninni.

Þær geta hjálpað til við að koma í veg fyrir stoðkerfisvandamál með því að auðkenna stoðkerfisáhættuþætti og gagnast sérstaklega vel ef lesfærni eða tungumálaerfiðleikar eru vandamál.

Nýja upplýsingablaðið okkar inniheldur þrepaskiptar leiðbeiningar um hvernig standa eigi að kortlagningu á líkamanum og hættum.

Sækja upplýsingablaðið

Frekari upplýsingar á OSHwiki um kortlagningu á hættum og stoðkerfisvandamál og kortlagningu á líkamanum fyrir stoðkerfisvandamál

Frekari upplýsingar um forvarnir gegn stoðkerfisvandamálum á vefsíðu Hæfilegt álag - Heilbrigt stoðkerfi