You are here

Fréttir

02/10/2020

Ný vefsíða herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur er nú komin í loftið!

HWCweblaunch.png

Fáðu allar nauðsynlegar upplýsingar um herferðina Vinnuvernd er allra hagur 2020-22 á nýrri vefsíðu herferðarinnar á mörgum tungumálum. Herferðin, Hæfilegt álag - Heilbrigt stoðkerfi, eykur vitund um vinnutengd stoðkerfisvandamál og hvernig eigi að koma í veg fyrir og hafa stjórn á þeim.

Sæktu helsta efni herferðarinnar, náðu þér í hagnýt verkfæri og leiðbeiningar og lestu tilvikarannsóknir um þetta algenga en fyrirbyggjanlega heilsufarsvandamál á vinnustöðum sem hefur áhrif á launþega á öllum aldri og í öllum atvinnugeirum.

Vefsíðan inniheldur nýja hluta um forgangsaðgerðir, gildandi löggjöf til að vernda launþega og Verðlaunin fyrir góða starfshætti. Hún er í boði á 25 tungumálum og er uppfærð með fréttum og viðburðum út alla herferðina.

Fara á nýju vefsíðu herferðarinnar Hæfilegt álag - Heilbrigt stoðkerfi