Kynntu þér opinbera samstarfsaðila herferðarinnar okkar og gerðstu einn af þeim!

© EU-OSHA
Langvarandi opinberir samstarfsaðilar herferðarinnar halda áfram að leika lykilhlutverk við að tryggja að skilaboð herferðarinnar Hæfilegt álag - Heilbrigt stoðkerfi 2020-22 nái til sem fjölbreyttastra vinnustaða í Evrópusambandinu.
Með endurnýjuðum stuðningi sínum við nýju herferðina okkar, sem beinir sjónum sínum að vinnutengdum stoðkerfissjúkdómum, hafa þeir enn á ný sýnt fram á stuðning og þátttöku sína við að skapa örugga og heilbrigða vinnustaði í Evrópu í allra þágu. Samstarfið heldur áfram að skapa fjölmörg tækifæri til samskipta og miðlunar á góðum starfsháttum með öðrum samstarfsaðilum og hagsmunaaðilum. Meðal samstarfsaðila má nefna stéttarfélög, atvinnugreinasambönd, vinnuverndarsérfræðinga, borgaraleg samtök og einkafyrirtæki sem starfa í fjölbreyttum atvinnugeirum og starfsgreinum.
Ertu alþjóðlegt eða evrópskt félag með meðlimi í Evrópu?
Taktu þá þátt með okkur! Við höfum opnað fyrir umsóknir fyrir opinbera samstarfsaðila fram til 20. desember 2020.
Árangur herferðarinnar okkar byggir að verulegu leyti á þér! Tryggjum árangur hennar í sameiningu!
Kynning á samstarfstilboðinu okkar frá samstarfsfundi okkar í ESB
Kíktu á Tilboðið um samstarf í herferðinni Hæfilegt álag - Heilbrigt stoðkerfi 2020-22