You are here
WORKERS-1920x589px.jpg

Starfsfólk

Aðeins réttar vinnuaðstæður út starfsævina tryggja heilbrigða öldrun og starfslok við góða heilsu. Það sem meira er tryggi sjálfbær starfsævi að eldra starfsfólk heldur starfi sínu lengur og leggur meira af mörkum til vinnuaflsins í heild sinni með reynslu sinni og þekkingu.

Þau tilföng sem safnað er hér á þessari síðu veita þér frekari upplýsingar um málefni sem tengjast öldrun og vinnustað. Þau sýna einnig nokkrar af þeim leiðum sem hægt er að fara til að leysa vinnuverndarmál þegar starfsfólk og vinnuveitendur vinna saman að lausn þeirra.

 

Góð úrræði fyrir þig

Tilvikarannsóknir

Tilvikarannsóknir á borð við eftirfarandi veita gagnleg dæmi sem sýna hvernig þú sem starfsmaður eða fulltrúi stéttarfélags getur unnið með vinnuveitenda við að gera vinnustaðinn öruggari og sanngjarnari fyrir fólk á öllum aldri.

14/02/2014

Stefnumörkun á St. Olavs sjúkrahúsinu

Um 20% af starfsfólki St. Olavs eru yfir 55 ára og kostnaður við snemmbært fráhvarf frá vinnu er hár. Sjúkrahúsið þarf að halda í eins mikið af reynslumiklu starfsfólki og mögulegt er. Í samstarfi við stéttarfélög og utanaðkomandi ráðgjafa hefur það þróað stefnu sem bauð mælingar s.s. viðbótarfrídaga, þjálfun og umræður um starfsgetu fólks yfir 55 ára.


Frekari upplýsingar

Flettu í rannsóknunum til að fá hugmyndir um hvernig á að bæta starfsaðstæður fyrir alla á stórum og litlum vinnustöðum.

Netleiðarvísir

Leiðarvísirinn okkar veitir gagnlegar leiðbeiningar um hvernig vinna skal með öruggi og heilsu á vinnustað í umhverfi þar sem vinnuafl er að eldast. Hann fjallar um lykilatriði, kemur með ábendingar um leiðir til að tækla vandamál og veitir gagnlega tengla.

Önnur tengd tilföng

Við búum yfir fjölbreyttu efni um heilbrigða öldrun í starfi. Hér eru nokkur dæmi: Gamansöm stuttmynd, úrval gagnlegra tóla og herferðarefni sem getur hjálpað við vitundarvakningu og breytt hegðun á þínum vinnustað eða vinnustað þeirra sem þú ert i forsvari fyrir.