You are here
policy-makers-1920x589px.jpg

Stefnumótandi aðilum

Stefnan Evrópa 2020 bendir á að lýðfræðilegar breytingar séu eitt það helsta vandamál sem Evrópa stendur frammi fyrir. Eins og stefnan bendir á þá gegnir öruggt og heilbrigt starfsumhverfi gríðarlega mikilvægu til að efla getu og skuldbindingu vinnuaflsins og samkeppnishæfni fyrirtækja. Þar sem stærsti hluti Evrópubúa starfar í smáum eða meðalstórum fyrirtækjum og örfyrirtækjum er nauðsynlegt að styðja við smærri fyrirtæki til að takast á við vandamál sem tengjast öldrun vinnuaflsins og auk þess er mikilvægt að útrýma mismunun. Kynningarherferðinni um heilsusamlegt starfsumhverfi 2016-17 er ætlað að hvetja stefnumótandi aðila til að huga að heilbrigðri öldrun starfsfólks.

Markmið tilraunaverkefnis Evrópuþingsins „Öruggari og heilbrigðari vinna á öllum aldri“, styrkt af framkvæmdastjórninni, var að skoða núverandi stefnur og áætlanir og bæta framkvæmd þeirra, bæta miðlun góðra starfsvenja og aðstoða við stefnumótun í framtíðinni sem snúa að öldrun vinnuaflsins. Herferðinni um heilsusamlegt vinnuumhverfi 2016-17 er ætlað að varpa ljósi á þessar niðurstöður og hvetja til breytinga, auk þess að vekja athygli á stefnumótun og tilföngum sem eru þegar til staðar víða í Evrópu.

 

Góð úrræði fyrir þig

Verkefni Evrópuþingsins: „Öruggari og heilbrigðari vinna á öllum aldri“

Markmið tilraunaverkefnis Evrópuþingsins „Öruggari og heilbrigðari vinna á öllum aldri“ var að skoða núverandi stefnur og áætlanir og bæta framkvæmd þeirra, bæta miðlun góðra starfsvenja og aðstoða við stefnumótun í framtíðinni sem snúa að öldrun vinnuaflsins. Það hófst í júní 2013 og náði fram í lok 2015. Verkefnið skilaði af sér fjölda af skýrslum:

  • Vinnueftirlit og eldra starfsfólk
  • Vinnueftirlit, kyn og eldra starfsfólk
  • Endurhæfing
  • Greining á skýrslum frá 30 löndum
  • Lokaskýrsla verkefnis

Skoðaðu síðu verkefnisins á vefsíðu EU-OSHA

Önnur tengd tilföng

Tilfellarannsóknir og hagnýt tól sem gefa dæmi um aðferðir sem notaðar voru í nokkrum Evrópuríkjum eru einnig fáanlegar. Þær varpa sérstaklega ljósi á aðferðir og tilföng sem hafa reynst vel fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki og starfsfólk þeirra.