Eftirlits- og löggæsluherferð 2022 um forvarnir gegn stoðkerfissjúkdómum
Nefn háttsettra vinnueftirlitsmanna (SLIC) kom á fót vinnuhópi árið 2017 til að fjalla um aðsteðjandi vinnuverndarhættur (vinnuhópurinn (WG) EMEX). Helstu markmið WG EMEX voru að efla framfylgt lagaákvæða í aðildarríkjunum um vinnuvistfræði og sálfélagslegar vinnuaðstæður sem mynda grunninn að sjálfbæru vinnuumhverfi fyrir karla og konur og unga sem aldna launþega.
SLIC ákvað að standa fyrir eftirlits- og löggæsluherferð um forvarnir gegn stoðkerfissjúkdómum og fólk WG EMEX það verkefni að skipuleggja og standa fyrir SLIC herferðinni árið 2022. Eftirlits- og löggæsluherferðinni nefnist „Hæfilegt álag — Heilbrigt stoðkerfi“ og stendur yfir frá janúar 2022 þegar hún hefst með viðburði til að þjálfa þjálfara, og fram til lok árs 2022 þegar aðildarríkin senda inn skýrslur sínar um herferðina.
Markmið herferðarinnar eru eftirfarandi:
- Stuðla að áhættumati og stjórnunaraðgerðum fyrir vinnuvernd til að koma í veg fyrir stoðkerfissjúkdóma;
- Víkka þekkingu evrópskra vinnueftirlitsmanna á málum er varða stoðkerfissjúkdóma og leiðum til að draga úr áhættuþáttum fyrir stoðkerfissjúkdóma í fyrirtækjum;
- Stuðla að jafnræði á sviði forvarna gegn stoðkerfissjúkdómum svo launþegar í ESB búi við sama stig vinnuverndar og fyrirtæki búi við sama samkeppnisstig;
- Starfa með Vinnuverndarstofnun Evrópu og landsskrifstofum hennar og nýta greiningu og upplýsingaefni þeirra og koma á framfæri.
Herferðin á sér stað í náinni samvinnu við herferð Vinnuverndarstofnun Evrópu, Vinnuvernd er allra hagur. Herferðin byggir á leiðbeiningum SLIC um mat á gæðum áhættumats og áhættustjórnunarráðstöfunum til að koma í veg fyrir stoðkerfissjúkdóma sem gefnar voru út í mars 2019 (SLIC (opinn aðgangur) - Library (europa.eu)).
Finna má efni herferðarinnar á öllum tungumálum ESB á vefsíðu SLIC: SLIC (opinn aðgangur) - Library (europa.eu)