Um efnið


Um hvað snýst þetta?

Stafræn tækni þróast hraðar en nokkur önnur uppfinning í sögu okkar og hefur umbreytt samfélagi okkar og daglegu lífi. Stafræn tækni býður launþegum og vinnuveitendum á mörgum vinnustöðum í öllum atvinnugreinum upp á bætt tækifæri en skapar einnig margvíslegar áskoranir og hættu þegar kemur að öryggi og heilsu.

Samkvæmt ESENER könnun EU-OSHA fyrir árið 2019 hafa langflest fyrirtæki í ESB innleitt stafræna tækni í starfsemi sína en aðeins 6 % fyrirtækja segjast ekki nýta sér hana. En þrátt fyrir aukna notkun á þjörkum, fartölvum, snjallsímum eða íklæðitækjum, er minna en fjórði hver vinnustaður (24 %) að velta fyrir sér hugsanlegum áhrifum slíkrar tækni á öryggi og heilsu starfsmanna.

Herferðin Vinnuvernd er allra hagur 2023-25 hefur það að markmiði að auka vitund, bjóða upp á hagnýt úrræði og færa saman hagsmunaaðila og er hún í samræmi við núllmarkmið framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að efla forvarnarmenningu. Hún byggir einnig á rannsóknum EUOSHA fyrir Vinnuverndaryfirlitið um stafræna væðingu 2020-2023